Persónuverndaryfirlýsing

Persónuverndaryfirlýsing

Almennt

Laine Veide ehf., (“Laine Veide ehf”, “fyrirtækið”, “okkar”, “okkur” eða “við”) tekur persónuvernd mjög alvarlega og er skuldbundið til að vernda persónuupplýsingarnar þínar samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Í þessari persónuverndaryfirlýsingu útskýrum við hvaða persónuupplýsingum við söfnum um þig sem notanda á vefsvæði SugaringStudio og í hvaða tilgangi slíkar persónuupplýsingar eru notaðar.

Hér er hægt að nálgast upplýsingar um hverjir fá persónuupplýsingarnar þínar, hver lagagrundvöllurinn er fyrir vinnslu persónuupplýsinganna, hversu lengi persónuupplýsingarnar eru geymdar, hver réttindi þín sem viðskiptavinur og notandi eru ásamt öðrum mikilvægum atriðum sem persónuverndarlög kveða á um.

Pesónuupplýsingar sem SugaringStudio safnar og meðferð þeirra

1. Upplýsingar sem þú gefur upp við nýskráningu

Við fáum ákveðnar upplýsingar frá þér við nýskráningu og innskráningu á vefsvæði SugaringStudio.

1.1. Nýskráning

Þú getur valið að búa til nýjan aðgang beint með því að veita okkur upplýsingar um netfang og lykilorð. Við söfnum þessum upplýsingum svo að hægt sé að auðkenna þig með nægjanlegum hætti og að afgreiða pöntun þína á öruggan máta. Í kjölfar skráningar sendum við þér tölvupóst til staðfestingar á að aðgangur hafi verið stofnaður. SugaringStuio hefur ekki aðgang að lykilorði sem valið er við nýskráningu.

1.2 Innskráning

Þegar þú hefur lokið við nýskráningu getur þú innskráð þig í framhaldinu með því að gefa upp netfang og lykilorð.

1.3. Viðtakendur og varðveisla varðandi nýskráningu

Tactica ehf. móttekur og geymir upplýsingar um skráninguna. SugaringStudio gerir vinnslusamninga við þá sem vinna persónuppplýsingar fyrir hönd fyrirtækisins. Slíkur samningur kveður meðal annars á um skyldu vinnsluaðilans til að fylgja fyrirmælum fyrirtækisins um meðferð persónuupplýsinga og er honum óheimilt  að nota þær í öðrum tilgangi. Jafnframt ber honum skylda til að tryggja öryggi persónuupplýsinganna með viðeigandi hætti.

  1. Upplýsingar sem þú gefur upp við notkun vefsvæðis SugaringStudio

Þegar þú notar vefsvæði SugaringStudio og kaupir þar vörur og þjónustu hefur þú val um að setja inn frekari persónuupplýsingar.

2.1. Mínar síður

Þar getur þú skoðað hvenær næsta bókun er og bókunarsögu. Jafnframt getur þú fengið yfirlit yfir vörupantanir þínar og valið að uppfæra þitt svæði með því að setja inn nafn, eftirnafn, netfang, símanúmer, heimilisfang og lykilorð. Boðið er upp á þessa valmöguleika svo að þú sem notandi vefsvæðisins hafir góða yfirsýn yfir aðganginn og að tryggt sé að réttar upplýsingar séu til staðar.

2.2. Kaup á vörum

Í ákveðnum tilfellum óskum við eftir frekari persónuupplýsingum t.d. svo að hægt sé að afgreiða pöntun þína. Er það gert svo að hægt sé að efna samning okkar á milli og afgreiða pöntunina.

Við kaup á vöru getur þú veitt upplýsingar um annað heimilisfang sé óskað eftir því að varan verði send á annað heimilisfang. Þær upplýsingar sem við notum eru þær upplýsingar sem þú hefur sett inn á vefsvæðið, annað hvort við nýskráningu eða þegar þú hefur breytt/uppfært þínar upplýsingar. Þar býðst þér einnig sá valmöguleiki að koma með athugasemdir, hafir þú einhverjar, við vörukaup. Eru upplýsingar þessar notaðar til að tryggja rétta og örugga afhendingu svo að hægt sé að afgreiða pöntun þína.

 2.3. Þínar pantanir

Þar getur þú leitað að pöntunum þínum aftur í tímann og skoðað þær. Er það m.a. gert svo að þú hafir aðgang að upplýsingunum og getir nálgast þær á auðveldan og aðgengilegan máta.

2.4. Bóka tíma

Þar eru að finna upplýsingar um dag- og tímasetningu sem óskað er eftir, hvort þú óskir eftir meðferð fyrir “hana” eða “hann”, upplýsingar um nafn, netfang og símanúmer. Þá er valkvætt hvort þú viljir koma með einhverja athugasemd.

2.5. Karfa

Við vistum þá vöru sem þú hefur valið fyrir þig þar til þú hefur klárað kaupin. Karfan býður þér að ganga frá kaupum og færir þig yfir í annað svæði (Borgun.is eða Netgíró) eftir því hvorn greiðslumátann þú velur. Klárir þú ekki kaupin er karfan til staðar þó svo að þú hafir yfirgefið vefsvæðið svo að þú eigir kost á því að ganga frá kaupum síðar.

2.6. Námskeið í Sugaring

SugaringStudio býður upp á námskeið í Sugaring. Upplýsingar sem við söfnum til að taka á móti umsókn á námskeiðið eru nafn, netfang, símanúmer og hvort þú sért menntaður snyrtifræðingur eða ert í snyrtifræði námi.

  1. Útsendir tölvupóstar

3.1. Tölvupóstur við aðgangsstofnun

Við sendum þér tölvupóst í kjölfar aðgangsstofnunar og er það gert til að staðfesta skráninguna, sbr. kafla 1.1.

3.2. Gleymt lykilorð

Ef þú hefur týnt eða gleymt lykilorði þínu, getur þú óskað eftir endurstillingu lykilorðs. Ef við fáum slíka beiðni frá þér sendum við tölvupóst með endurstillingarleiðbeiningar í netfangið sem þú notaðir til að skrá þig fyrir vefsvæði SugaringStudio. Er það gert í kjölfar þess að þú gefur upp annaðhvort upplýsingar um notendanafn þitt eða netfang og í þeim tilgangi að auðkenna þig svo að við getum með öruggum hætti sent réttum aðila nýtt lykilorð.

3.3. Tölvupóstur sendur með áminningu um tíma

Við sendum þér tölvupóst til að minna þig tíma sem þú hefur pantað. Er það gert til að veita þér sem bestu þjónustu.

3.4. Breytingar á skilmálum okkar

Skilmálar geta tekið breytingum í framtíðinni og munum við þá senda þér upplýsingar um þær breytingar með tölvupósti. Er það gert svo að þú sért meðvituð/aður um innihald skilmálanna öllum stundum og hafir réttar og nægilegar upplýsingar hvað skilmálana varðar.

3.5. Breytingar á persónuverndaryfirlýsingu okkar

Persónuverndaryfirlýsing þessi getur tekið breytingum í framtíðinni. Við leggjum mikið upp með að notendur okkar séu meðvitaðir um hvernig farið er með persónuupplýsingar þeirra. Því munum við senda þér tölvupóst þegar til stendur að breyta persónuverndaryfirlýsingunni eða þegar henni hefur verið breytt að einhverju leyti.

3.6. Viðtakendur upplýsinga og varðveisla útsendra tölvupósta

Við notum þjónustu frá Tactica ehf. til að senda þér tölvupóst og til að geyma upplýsingar um tölvupóstsamskipti okkar. Hlutverk Tactica ehf. takmarkast við fyrirmæli okkar um hvernig nota megi persónuupplýsingarnar þínar og notar Tactica ehf. því upplýsingarnar ekki í öðrum tilgangi.

3.7. Vafrakökur

Vafrakökum er skipt í vafrakökur fyrsta aðila, annars vegar, sem er SugaringStudio og vafrakökur þriðju aðila, hins vegar. Sumar vafrakökur fyrsta aðila eru nauðsynlegar til að vefsíða SugaringStudio geti virkað. Aðrar vafrakökur fyrsta aðila eru notaðar í markaðssetningartilgangi. Vafrakökur þriðja aðila eru notaðar til greiningar á umferð á vefsíðu SugaringStudio. Þeim er safnað af Google Analytics. SugaringStudio hefur ekki aðgang að persónuupplýsingum í vafrakökum þriðju aðila. Hægt er að stilla vafrakökur inni á vefsíðu SugaringStudio.

Varðveislutími persónuupplýsinganna

SugaringStudio geymir persónuupplýsingar aðeins í þann tíma sem nauðsynlegt er fyrir fyrir fyrirtækið að hafa þær undir höndum. Þegar ekki er þörf fyrir að hafa persónupplýsingar undir höndum lengur eyðir fyrirtækið þeim með öruggum hætti.

 Lagagrundvöllur fyrir vinnslu persónuupplýsinga

Persónuupplýsingar sem um getur í liðum 1.1. og 1.2. hér að ofan er safnað á grundvelli samþykkis þíns.

Persónuupplýsingar sem um getur í lið 1.3. er safnað á grundvelli lögmætra hagsmuna.

Persónuupplýsingar sem um getur í lið 2.1. er safnað á grundvelli samþykkis þíns.

Persónuupplýsingar sem um getur í lið 2.2. og 2.6. er safnað á grundvelli samnings.

Persónuupplýsingar sem um getur í lið 2.3. og 2.5. er safnað á grundvelli lögmætra hagsmuna.

Persónuupplýsingar sem um getur í lið 2.4. er safnað á grundvelli samþykkis þíns.

Tölvupóstar sem lýst er í köflum 3.1. – 3.2. eru sendir til þín á grundvelli samþykkis.

Tölvupóstar sem lýst er í köflum 3.3. – 3.5. eru sendir til þín á grundvelli lögmætra hagsmuna okkar meðal annars til að sýna fram á að fyrirtækið hafi upplýst notendur um breytingar á þjónustuskilmálum okkar eða meðhöndlun persónuupplýsinga notenda.

Upplýsingar sem um getur í lið 3.6. er safnað á grundvelli lögmætra hagsmuna.

Þriðju vafrakökur sem um getur í lið 3.7. grundvallast á samþykki þínu.

Öryggi persónupplýsinganna

SugaringStudio leitast við að grípa til viðeigandi tæknilegra og skipulagslegra öryggisráðstafana til að tryggja öryggi persónuupplýsinga í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 þ.m.t. að vernda persónuupplýsingar þínar gegn tjóni, þjófnaði, misnotkun og óviðkomandi aðgangs að persónuupplýsingum, breytingum og eyðingu þeirra.

Flutningur gagna út fyrir Evrópska efnahagssvæðið (EES)

SugaringStudio er kunnugt um að ströng skilyrði gilda um flutning persónuupplýsinga til ríkja sem staðsett eru utan Evrópska efnahagssvæðisins. Fyrirtækið gerir það ekki undir neinum kringumstæðum nema fullnægjandi heimild standi til þess samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.

Réttindi þín sem notandi á vefsvæði SugaringStudio

Hafir þú veitt samþykki þitt fyrir vinnslu tiltekinna persónuupplýsinga átt þú rétt samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 að afturkalla samþykki þitt hvenær sem er. Sá réttur hefur þó ekki áhrif á lögmæti þeirrar vinnslu sem fram fór áður en samþykki var afturkallað. Þá nýtur þú einnig annarra réttinda, svo sem réttar til aðgangs að þínum gögnum, réttar til að fá rangar eða villandi upplýsingar leiðréttar, réttar til að persónuupplýsingum um þig verði eytt, réttar til að hindra að unnið verði með persónuupplýsingar um þig og réttar til að flytja eigin gögn. Hafa skal í huga að réttindi þín eru ekki alltaf fortakslaus og kunna að vera háð ýmsum skilyrðum.

Samskiptaupplýsingar Laine Veide ehf

Nafn: Laine Veide ehf.

Heimilisfang: Spöngin 33-39,  112 Reykjavík

Netfang: info@laineveide.is

Ef þú hefur frekari spurningar um hvernig SugaringStudio meðhöndlar persónuupplýsingar eða kjósir þú að nýta lögbundin réttindi þín getur þú haft samband við okkur í gegnum netfang okkar info@laineveide.is.

Réttur til að leggja fram kvörtun til Persónuverndar

Dragir þú í efa að SugaringStudio meðhöndli persónuupplýsingar þínar í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 hefur þú rétt til að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd.